Æ, hvað ég er feginn

Mikið get ég nú glaðst í allri þessarri ólundartíð, sem nú geysar á vesturlöndum, yfir svona "glaðlegri" frétt.

Börn, fullorðnir og gamalmenni geta nú farið að leika sér á skautunum sínum í Dubai og allir græða. Vesturlönd verða að framleiða skauta, sem þau láta gera í austur-asíu, það verður til vinna þar, það verða til peningar á vesturlöndum og almenningur í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum kemst á skauta og hinn seinþreytti almenningur á vesturlöndum borgar svo brúsann í formi ótrúlegs olíuverðs.

Auðvitað er þessi uppbygging vetraríþrótta í Dubai álíka skynsamleg, eins og ef við hefðum farið að byggja yfir Nauthólsvík og setja upp sterk sólarljós, svo við getum verið "á ströndinni" allt árið og látið sparifjáreigendur á Bretlandi borga fyrir með innlánum sínum.

Nei, þurfum við ekki öll að koma svolítið til raunveruleikans, hvort sem við búum á Íslandi eða Dubai.

Maður spyr sig.


mbl.is Skautahöll í eyðimörkinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband