Gott hjá þér Björk

Það er alveg makalaust hvað rasísk sjónarmið þrífast vel hérna á íslandi. Sjónarmið og skoðanir Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, formanni félagsmálaráðs á Akranesi, þess efnis að ekki sé rétt að taka á móti flóttafólki þangað lýsa þessum sjónarmiðum vel. Vitaskuld er það alveg glórulaust að ætla sér að senda þetta flóttafólk í bæjarfélag þar sem formaður félagsmálaráðs er á móti komu þeirra. Nóg hefur þetta fólk nú mátt þola.

Sóminn í þessu máli liggur hjá fulltrúum Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks í Velferðarráði Reykjavíkurborgar að vilja beita sér fyrir því að betur verði tekið á móti þessu þjakaða fólki í Reykjavík, en Akranesi. Skömmin liggur á hinn bóginn hjá formanni félagsmálaráðs Akraness.

Gott hjá þér Björk Vilhelmsdóttir.


mbl.is Flóttafólk verði boðið velkomið til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Hamar

mikið er ég orðinn þreyttur á þessu orði "rasisti"sem þetta umburðalinda fólk sem heldur að allt gott felist í að hafa sem mest af útlendingum hér notar svo mikið, þetta orð er yfir það ef eitthver hatar fólk af öðrum "kynþætti"en maður fær þetta í andlitið ef maður pirrast útí fólk af sínum eigin kynþætti og þá ekki fyrir af hvaða kynþætti þeir eru heldur af því að mér fyrnst þeir leiðinlegir mér er alveg sama hvernig fólk lítur út bara að það aðlagist þjóðfélaginu hér og hagi sér eins og fólk því að mjög oft tekur þetta fólk vandamálin sem það er að flýja með sér.

Róbert Hamar, 13.5.2008 kl. 23:44

2 identicon

Við viljum væntanlega  bjóða flóttafólkið velkomið og vera þá í stakk búin að að gera vel við það. Bjóða því gott atlæti og góða þjónustu Einhverjar flausturs- aðgerðir  án nokkurs undirbúnings er virðingarleysi og hrein lítilsvirðing við  gesti okkar. Gerum hlutina myndarlega. Ekki vera með þessa sýndarmennsku. Hún er engum til góðs.

Takk fyrir góða greinargerð, Magnús Þór.

Kolbrún Bára

kolbrún Bára (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband