Hvenær drepur maður mann

Þetta var ljóta fréttin um það að 28 ára konu hefði verið nauðgað í viðurvist fjölda vegfarenda á götu í Roskilde í morgun. Og fólk hneykslast. Er þessum nauðgurum ekkert heilagt? Geta þeir ekki lengur nauðgað í myrkri í húsasundum og inni á heimilum? Þarf venjulegt fólk á leið út á stoppistöð að þurfa að verða vitni að svona löguðu?

Svörin við þessum spurningum kunna að þykja augljós hjá öllu fólki með eðlilega siðferðiskennd. En er málið svona einfalt? Og ef svo er, af hverju brugðust þá vegfarendurnir ekki ákveðnar við því sem þeir urðu vitni að? NEI, ekkert er svona einfalt, jafnvel þótt það virðist svo vera við fyrstu sýn. Ég get að vísu lofað ykkur því að ég hefði brugðist snöggt við og ekki hikað við að ráðast á nauðgarann til að hjálpa aumingja konunni, en væri einhver skynsemi í því?

Vont fólk á líka réttarstöðu. Josef Fritzi í Austurríki á líka einhverja réttarstöðu (að vísu afar dapra) í sínum málum, allir eiga einhvern rétt, hvort sem þeir eru góðir eða vondir. Og þá komum við að aðal spurningunni: Af hverju brugðust ekki vegfarendur ókvæða við og réðust á nauðgarann? Ja, hið augljósa er, að það stendur jú hver næstur sjálfum sér, en á hitt ber einnig að líta, að fólk er að skaffa sér stöðu "geranda" með afskiptum af svona máli. Allt í einu er það ekki nauðgarinn sem hugsanleg réttarhöld kynnu að snúast um, heldur sá sem kom með offorsi og réðst á nauðgarann, sem mun vitaskuld fullyrða að hafi bara verið að gera konunni greiða. Þetta er vandinn í hnotskurn.

Réttarsalir og sú vinna sem þar fer fram snýst nú æ oftar í hinum ýmsu málum, bæði stórum og smáum, ekki efnislega um það sem kært var út af, heldur tekst snjöllum lögmönnum hvað eftir annað að snúa svo rækilega út úr málunum til hagsbóta fyrir sína skjólstæðinga, að enginn man að lokum um hvað málið átti að snúast.

Enginn venjulegur vegfarandi á leið í strætó að morgni dags vill lenda í réttarsal og þurfa að svara fyrir það að hafa ráðist á "saklausan" mann sem segist hafa verið að gera vinkonu sinni greiða.

Hejdå allihopa.


mbl.is Nauðgað á götu í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband