Makalaus yfirlýsing

Alveg er það með ólíkindum að Haraldur Johannessen skuli nú vera að senda frá sér yfirlýsingu um málefni Jóhanns R. Benediktssonar, fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum.
Í ljós hefur komið að þetta mál snýst allt um það hvort menn eru sammála Birni Bjarnasyni eða ekki. Jóhann hefur ekki verið sammála vinnubrögðum Björns og hans manna úr dómsmálaráðuneytinu og fær að gjalda fyrir það. Í umræðunni hefur verið bent á það að á sama tíma hafi verið "hlaðið undir" umbætti Haraldar Johannessen, eins og Atli Gíslason, þingmaður orðaði svo skemmtilega í vikunni sem leið, enda séu um að ræða löng og persónuleg vinasamskipti milli Björns og Haraldar, allt frá því að Haraldur var ungabarn.
Í ljósi þessarra tengsla hefði ég talið heppilegra að Haraldur þegði, á meðan orðahríðin gengi yfir.
mbl.is Stóryrði og hrakspár Jóhanns „óvenjulegar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Þótrt ég sé efnislega sammála þér að það sé fráleitt að vera með sérlega vel búna sveit til að fást við hryðjuverk og fleira í þeim dúr meðan ekki er hægt að halda uppi almennri löggæslu þá finnst mér þessi yfirlýsing Haraldar það hlutlaus að ástæðulaust sé að gera athugasemd við hana.

Miðað við það sem Jóhannes hefur sagt þá hefði hann frekar tekið það sem móðgun ef Haraldur hefði hundsað hann algerlega. Jóhannes hefur lýst því yfir að hann hafi saknað þess að fá ekki "komment" frá ríkislögreglustjóra þegar vel tókst til upp á velli og ég skil hann vel.

Landfari, 28.9.2008 kl. 16:15

2 identicon

Ég hefði viljað sjá hann Harald Jóhannessen í viðtali í beinni! Hann gefur aldrei kost á sér sem ég tel vera slæman kost af manni sem hefur húkkað þarna í 11. ár.

Þröstur (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband