Hingað og ekki lengra

Hingað og ekki lengra. "Hagnaður hluthafa Kaupþings eftir skatta nam 18,7 milljörðum" á fyrstu þremur mánuðum ársins. "Vel viðunandi", segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans. Í hvaða furðufuglaheimi lifir þessi maður? Við sem erum að berjast með okkar verðtryggðu lán og með háa vexti ofaná verðtrygginguna, við sem þurfum að lifa af venjulegum launatekjum og greiða bönkunum okurvextina, við skiljum ekkert í svona tölum. En við hljótum að spyrja sanngjarnra spurninga eins og, af hverju lækkar ekki kaupþing vextina og býr til samkeppni á bankamarkaðinn með því?
Það er einhvern veginn eins og það séu orðnar til tvær þjóðir á þessu landi. Venjulegt launafólk og annað fólk sem kemur þetta launafólk ekkert við. Annað fólk sem lifir alveg einangruðu lífi í tölum og spákaupmennsku og fylgist með "úrvalsvísitölunni". Fjölmiðlar reyna hvað þeir geta til að sinna þessum hópi, með fréttum af "markaðinum", fréttum sem eiga ekkert erindi til venjulegs launafólks, sem skilur hvort eð er ekki hvað verið er að tala um, frekar en þegar verið er að segja fréttir af golfmótum og þulurinn notar mállýsku golfarana.

En hvað er til ráða? Ég held að það sé augljóst að við þurfum erlenda banka inn á þennan litla markað og því fyrr, því betra. Þessir bankar okkar eru að drepa okkur með okurvöxtur sem nánast bara hæfa handrukkurum. Nú er nóg komið. Hingað og ekki lengra.


mbl.is Hagnaður Kaupþings 18,7 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband