"Gott ferðaveður"

Það er alveg með ólíkindum hvað hjólhýsaeigendur eru, að því er virðist, sæknir í að fara út að aka með hjólhýsin sín þegar fer að hvessa. Þetta er að gerast oft á ári hérna og það eru einhvern veginn alltaf sömu staðirnir sem eru að mælast með mesta vindhraðann. Einna verstir þeirra eru Kjalarnes og Hafnarfjall. Og þegar vindhraðinn er farinn að mælast yfir 30 m/sek í hviðum, er eins og hinir ýmsu hjólhýsaeigendur fari að spá í hvort ekki væri best að skreppa aðeins út úr borginni og kíkja á landsbyggðina. Þetta er alveg ótrúlegt. Af hverju getur þetta fólk ekki lært af reynslunni? Maður spyr sig. Ef hviðurnar eru 30 til 40 m/sek á Kjalarnesi, þolir hjólhýsið það ekki og allir aðrir vegfarendur eru í stórhættu við að mæta þessu hjólhýsafólki.
Læriði nú af reynslunni og steinhættið þessu.
mbl.is Hjólhýsi splundraðist á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband